Signý Ylfa Sigurðardóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Val og hefur skrifað undir tveggja ára samning. Signý var á láni í sumar og skoraði 3 mörk í 13 leikjum en lenti einnig í meiðslum sem héldu henni frá keppni í 6 vikur. Signý er 19 ára gömul og á að baki þrjá leiki fyrir U16 ára landslið Íslands. Við sama tækifæri skrifaði hin 17 ára Margrét Rán Rúnarsdóttir undir tveggja ára samning við Gróttu. Margrét kom sterk til baka í sumar eftir að hafa verið frá í heilt ár vegna höfuðmeiðsla. Hún kom við sögu í 12 leikjum með meistaraflokki og var lykilmanneskja í 2. flokki Gróttu/KR sem sigraði B-deild Íslandsmótsins. Magnús Örn, annar þjálfara Gróttuliðsins, fagnar því að stelpurnar hafi skrifað undir: „Það var frábært að sjá Margréti snúa aftur á völlinn í sumar eftir langa fjarveru. Það er hægara sagt en gert að vera svona lengi frá en margir hefðu hreinlega gefist upp. Það verður gaman fyrir okkur þjálfarana að geta unnið með Margréti allt tímabilið og sömuleiðis Signýju sem kom til okkar rétt fyrir Covid pásuna í mars. Nú er hún orðin innvígð Gróttukona sem eru gleðifréttir fyrir félagið.“
Signý til Gróttu – Margrét Rán skrifar undir
Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.
Facebook
Twitter
Email
Print
Fréttaflokkar
2. flokkur
3. flokkur
4. flokkur
5.flokkur
5.flokkur kvenna
7. flokkur
9.flokkur
Organization board
Bikarkeppni
deildarmeistari
Fimleikar
handboltaskóli
Handboltaskólinn
Handbolti
Heimaæfingar
Hugarfarmyndbönd
hæfileikamótun
Jólakort
Jólakort Gróttu
jólanámskeið
Karlmennskan
Knattspyrna
Landslið
Leikmenn
Meistaraflokkur
mfl. karla
Mfl.kk
mfl. kvenna
Mfl.kvk
Myndaalbúm
Mót
Námskeið
Pepsi Max
Styrktaraðili
Sumarnámskeið
Tímarit
u14kvenna
unglingalandslið
Verðlaun
Viðtal
Yngri flokkar
Æfingaferð
Æfingatafla
Coaches
þorrablót
Information
Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is