Skip to content

Ráðningar í knattspyrnudeild

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að í gær var gengið frá ráðningum á nýjum þjálfurum hjá yngri flokkum félagsins, auk þess sem ný staða hefur verið tekin upp.

  • Björn Valdimarsson verður aðstoðaryfirþjálfari
  • Halldór Kristján Baldursson kemur inn í 4. flokk karla
  • Kristófer Melsteð kemur inn í 5. flokk karla
  • Atli Albertsson verður líkamsræktarþjálfari sem vinnur með líkamlega færni og styrk inni á vellinum þvert á flokka

Halldór Kristján Baldursson og Kristófer Melsteð, sem flest ykkar þekkja, koma nýir inn í þjálfarahópinn. Þeir eru reynslumiklir leikmenn sem spila fyrir meistaraflokk félagsins og eru með Gróttublóð í æðum. Það er mikill fengur fyrir iðkendur yngri flokka félagsins að njóta leiðsagnar svo reynslumikilla leikmanna sem hafa ástríðu fyrir félaginu.

Við sem félag höldum áfram að leitast við að ögra sjálfum okkur og vera nýjungagjörn. Ráðning Atla Albertssonar sem þjálfara enn eitt dæmið um þetta. Atli er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Í starfi sínu sem líkamsræktarþjálfari mun hann veita leikmönnum okkar tækifæri til að bæta líkamlega færni og styrk á vellinum, sem eykur bæði gæðin og fjölbreytileikann í starfi okkar. Við erum afar heppin að til okkar komi þjálfari með slíka menntun og bakgrunn.

Að lokum mun hlutverk Björns Valdimarssonar breytast og ábyrgð hans aukast með því að hann kemur til með að vera Chris til aðstoðar við daglegan rekstur yngri flokka deildarinnar sem yfirþjálfari yngri flokka. Eins og flestir vita þá er Bjössi Gróttuleiðin holdi klædd og hann hefur mikinn metnað fyrir áframhaldandi þróun félagsins.

Með sama hætti og á við um leikmenn, þá vill félagið ráða til sín unga og hungraða þjálfara, sem hafa hæfileika, ástríðu og vilja til að gefa allt sitt og meira til í þágu félagsins. Nýju viðbæturnar í þjálfarateymi félagsins eru enn eitt skrefið í þróun og þroska deildarinnar og mun vafalaust bæta starfsemi og þjónustu okkar til framtíðar litið. Þessar breytingar sýna enn fremur að við sem félag eflum ekki aðeins og styðjum börn og knattspyrnuleikmenn nærsamfélagsins, heldur höldum við áfram að styðja við bakið á þeim sem fullorðnir einstaklingar og fagfólk á sínu sviði.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
[email protected]

Fréttaflokkar