Skip to content

Pétur Theódór valinn leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla

Pétur Theódór, leikmaður meistaraflokks karla, var valinn leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla. Pétur skoraði 2 mörk í 3-2 sigri á Vestra síðasta þriðjudag. Viðtal við Pétur má lesa á fotbolti.net hér. Til hamingju Pétur!

Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem leikmaður meistaraflokks karla er valinn leikmaður umferðarinnar, en Kristófer Melsteð varð fyrir valinu í 11. umferð. Kristófer er því miður frá út tímabilið vegna meiðsla og sendir Knattspyrnudeild Gróttu honum batakveðjur.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print