Skip to content

Pétur Theodór Árnason framlengir hjá Gróttu

Pétur Theódór Árnason hefur framlegt samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára. Pétur Theódór á að baki 119 leiki fyrir Gróttu þar sem hann hefur skorað 41 mark. Pétur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2011 en hann hefur verið lykilmaður í liðinu síðustu ár. Í byrjun árs 2020 var Pétur valinn bæði íþróttamaður Gróttu og íþróttamaður Seltjarnaness ásamt því að hafa verið markahæsti leikmaður Gróttu sumarið 2019 þar sem hann skoraði 15 mörk í 22 leikjum í Inkasso-deild karla.

„Við erum himinlifandi með samkomulagið við Pétur, enda mikilvæg fyrirmynd í okkar starfi og frábær íþróttamaður. Við erum líka sannfærð um að hann haldi áfram að gleðja Seltirninga í framlínu Gróttuliðsins.
sagði Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu við undirritun samningsins,“

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar