Það er okkur mikil ánægja að tilkynna um nýtt og umfangsmeira hlutverk Péturs Más Harðarsonar hjá knattspyrnudeild Gróttu.
Pétur kemur inn sem þjálfari 5. flokks karla til viðbótar við verkefni hans í 3. og 4. flokki karla. Auk þess mun Pétur gegna nýju hlutverki íþróttasálfræðiráðgjafa hjá félaginu. Í starfi sínu sem íþróttasálfræðiráðgjafi mun Pétur vinna náið með bæði með leikmönnum og þjálfurum knattspyrnudeildar. Um er að ræða nýtt hlutverk og verkefni innan félagsins þar sem lögð verður áhersla á að vinna með andlega þátt knattspyrnuiðkunar, til viðbótar við líkamlega þjálfun iðkenda.
Verkefnið er afar spennandi og metnaðarfullt af hálfu knattspyrnudeildar Gróttu og Péturs sem áhugavert verður að fylgjast með og sjá árangurinn af.
Pétur mun nýta næstu mánuði til að undirbúa og skipuleggja starf íþróttasálfræðiráðgjafa, ásamt því að hefja vinnu með þjálfurum og iðkendum knattspyrnudeildar. Áætlanir gera ráð fyrir að frá og með upphafi árs 2021 verði hlutverk íþróttasálfræðiráðgjafa skipulagt og orðið samþætt í starfsemi yngri flokka félagsins.
Chris Brazell, yfirþjálfari um starf íþróttasálfræðiráðgjafa:
„Ég er gríðarlega ánægður með innkomu Péturs Más í hlutverk íþróttasálfræðiráðgjafa, nokkuð sem við höfum unnið við að koma á fót undanfarna mánuði. Sífellt meiri áhersla er lögð á andlega þáttinn í knattspyrnuþjálfun, bæði í barna- og unglingastarfi og afreksþjálfun. Ráðning Péturs er brautryðjendastarf af hálfu Gróttu og sýnir metnað félagsins í verki.“