Skip to content

Orri Steinn skoraði 6 mörk í 13-0 sigri U15

Orri Steinn Óskarsson, leikmaður 3. flokks karla, var í byrjunarliði U15 ára landsliðs Íslands sem mætti Peking í æfingaleik í gær. Ísland vann góðan 13-0 sigur á Peking, en leikið var á Garðsvelli. Orri Steinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 6 mörk og var markahæstur í leiknum.

Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega stolt af árangri Orra Steins og hlakkar til að fylgjast með þessum efnilega dreng. Landsliðið mætir Hong Kong í dag, á Njarðtaksvelli, kl. 16:00. Við hvetjum Gróttufólk til að leggja leið sína á völlinn og styðja við bakið á Orra og félögum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print