Skip to content

Mfl.kk sigurvegarar B-deildar Fótbolta.net mótsins!

Meistaraflokkur karla eru sigurvegarar B-deildar Fótbolta. net mótsins! Strákarnir hnepptu titilinn eftir 2-0 sigur á Njarðvík fyrr í kvöld.

Pétur Theódór Árnason kom Gróttu yfir á 40. mínútu eftir frábæra sókn sem að hófst hjá markverði Gróttu. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og því voru það Gróttumenn sem að leiddu í hálfleik.

Grótta fékk vítaspyrnu á 71. mínútu þegar brotið var á Kristófer Orra innan vítateigs. Pétur Theódór fór á punktinn og skoraði sitt annað mark í leiknum og tryggði Gróttu sigurinn, 2-0.

Hér má sjá myndir sem Eyjólfur Garðarsson tók á leiknum í kvöld.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print