Skip to content

Meistaraflokkur kvenna áfram í Mjólkurbikarnum

Grótta lék við Fram í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins í kvöld og vann öruggan 4-0 sigur. Diljá Mjöll Aronsdóttir kom Gróttukonum snemma yfir með marki úr vítaspyrnu. María Lovísa Jónasdóttir jók forystu Gróttu á 34’ mínútu og Bjargey Sigurborg Ólafsson bætti svo við þriðja markinu á 55’ mínútu. Í blálokin skoraði síðan Diljá Mjöll Aronsdóttir sitt annað mark beint úr aukaspyrnu!
Stelpurnar eru því komnar áfram í aðra umferð Mjólkurbikarsins og spila við Aftureldingu eða Hauka sunnudaginn 16. maí.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar