Skip to content

Maggie Smither í Gróttu

Hin 23 ára gamla Maggie Smither mun verja mark Gróttu í sumar. Maggie hefur á ferli sínum leikið með South Dakota State í bandaríska háskólaboltanum og með tveimur liðum í WPSL sumardeildinni.

Maggie, sem kemur til landsins í lok mars, kveðst spennt fyrir því að spila fótbolta á Íslandi: 
„Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið að spila með Gróttu í sumar. Það verður spennandi fyrir mig að spila í nýju landi og ég er viss um ég geti bætt mig sem leikmaður hjá félaginu. Ég hlakka til að vinna með Magnúsi og Pétri sem virka mjög vel á mig sem þjálfarar.“

Magnús Örn Helgason, annar þjálfara Gróttu, fagnar komu Maggie Smither og hlakkar til að fá hana inn í hópinn: 
„Þetta eru frábær tíðindi fyrir Gróttu. Við lögðum mikið í að finna sterkan markvörð í staðinn fyrir Tinnu (Brá Magnúsdóttur) og held við séum heppin að fá Maggie í okkar lið. Hún er öflugur leikmaður og hennar fyrrum þjálfarar í Bandaríkjunum bera henni vel söguna. Við vonum að Gróttufólk og aðrir Seltirningar taki vel á móti Maggie og hjálpi henni að aðlagast nýju umhverfi“ 

Við bjóðum Maggie hjartanlega velkomna í Gróttu og hlökkum til að sjá hana spila strax í apríl.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print