Skip to content

Kristófer Melsted framlengir hjá Gróttu

Kristófer Melsted hefur framlegt samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára. Kristófer er uppalinn Gróttumaður en hann á að baki 73 leiki fyrir Gróttu. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Gróttu árið 2016 og hefur síðustu ár verið einn lykilmanna liðsins en hann lék 16 leiki á síðasta tímabili í Pepsi Max deildinni.
Samningurinn er Gróttu sérstakt fagnaðarefni þar sem Kristófer er mikil fyrirmynd ungra íþróttamanna hjá félaginu, innan sem utan vallar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print