Skip to content

Krakkar úr 4. flokki karla og kvenna valin í hæfileikamótun KSÍ

Grótta átti 8 fulltrúa á æfingum Hæfileikamótunar KSÍ þann 1. maí en þau komu öll úr 4. flokki. Lilja Lív, Lilja Scheving, Tinna Brá og Rakel Lóa voru í stúlkna hópnum og þeir Benoný Breki, Fróði, Ragnar Björn og Orri Steinn voru drengja megin.

Þann 21. maí var aftur valið í hæfileikamótun KSÍ og þá átti Grótta 5 fulltrúa, en þau voru þau Benóný Breki, Orri Steinn, Lilja Lív, Rakel Lóa og Tinna Brá. Hópurinn æfði undir stjórn Þorláks Árnasonar í bæði skiptin. Knattspyrnudeild Gróttu óskar krökkunum til hamingju með þennan flotta árangur!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print