Skip to content

Karen Guðmundsdóttir í Gróttu

Hin 18 ára gamla Karen Guðmundsdóttir er gengin til liðs við Gróttu á láni frá Val. Karen, sem er sókndjarfur miðjumaður, á að baki tvo meistaraflokksleiki fyrir Val en hún glímdi við erfið meiðsli allt síðasta ár. Árið 2019 lék Karen þrjá leiki með U16 ára landsliðinu og varð m.a. bikarmeistari í 2. flokki ásamt Eddu Björg og Signýju sem leika með Gróttu í dag. 

Pétur Rögnvaldsson, annar þjálfara Gróttu, fagnar komu Karenar á Nesið: „Það eru frábær tíðindi fyrir Gróttu að Karen sé gengin til liðs við félagið. Karen er fjölhæfur miðjumaður sem kemur með aukin gæði og kraft inní hópinn okkar. Hún mun án efa styrkja liðið og hjálpa okkur í komandi átökum í Lengjudeildinni.

Karen kvaðst spennt fyrir tímabilinu með Gróttu: „Mér líst mjög vel á Gróttu. Hér er góð umgjörð og liðið hefur gert spennandi hluti síðustu ár. Ég hlakka til að komast aftur á fullt eftir erfið meiðsli og ég er viss um að það sé spennandi tímabil framundan í Gróttu.“

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar