Skip to content

Íslandsmótið byrjar vel hjá 4. flokki kvenna

4. flokkur kvenna hefur farið vel af stað í Íslandsmótinu í sumar, en flokkurinn er ansi fjölmennur. Stelpurnar tefla fram þremur liðum í Íslandsmótinu undir formerkjum Gróttu/KR. Lið 1 er ósigrað í mótinu og verma 1. sætið í augnablikinu, en stelpurnar hafa unnið alla sína fimm leiki. Emelía Óskarsdóttir er markahæst í riðlinum en hún er ekki búin að skora nema 15 mörk, þrennu í hverjum leik. Vægast sagt glæsilegur árangur.

Lið 2 er búið að spila sjö leiki og aðeins tapa einum þeirra og eru einnig á toppnum í sínum riðli. Lið 3 er búið að spila fimm leiki, sigra þrjá og tapa tveimur.

Sumarið er þó bara rétt að byrja og ljóst er að það verður spennandi að fylgjast með 4. flokki kvenna í sumar ⚽️

Næstu leikir hjá stelpunum eru á sunnudaginn á Vivaldivellinum kl. 12:00 og 13:30!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print