Skip to content

Hákon á leiðinni á EM með U21 ára landsliðinu

Hákon Rafn Valdimarsson, markmaður Gróttu, er í hóp U21 árs landsliðsins fyrir EM 2021. Mótið er tvískipt, en riðlakeppnin fer fram núna í mars og 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit í sumar. Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi og leikur alla leiki sína í Györ í Ungverjalandi. Leikirnir þrír verða í beinni útsendingu á RÚV. Strákarnir hefja leik gegn Rússlandi 25. mars, mæta Dönum 28. mars og enda svo riðlakeppnina á leik gegn Frökkum 31. mars.
Til hamingju Hákon! 🇮🇸

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print