Skip to content

Gróttumót 6. flokks karla haldið annað árið í röð

Gróttumótið var haldið í annað sinn sunnudaginn 3. mars í blíðviðri á Vivaldivellinum. 6. flokkar karla frá Gróttu, ÍR, ÍA, Álftanesi, Leiknir R. og Víkingi mættu til leiks og gekk mótið eins og í sögu.

Alls voru 32 lið á mótinu og spilaði hvert lið 5 leiki, 1×12 mínútur. Foreldrar drengja í 6. flokki karla stóðu vaktina í sjoppunni og meistaraflokkur karla dæmdi leikina, en mótið var fjáröflun fyrir flokkana. Allir þáttakendur fengu safa frá Goji berry og medalíu að mótinu loknu. Þann 17. mars verður 7. flokks karla mót og 24. mars mæta 6. og 7. flokkur kvenna á Íslandsbankamót Gróttu. Það verður því nóg að gera á Vivaldivellinum næstu vikur.

Benedikt Bjarnason er myndasmiðurinn bakvið þessar myndir sem og liðsmyndir sem hægt er að sjá á Facebook síðu knattspyrnudeildarinnar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print