Skip to content

Grótta mfl. kvk í Inkasso 2020

Meistaraflokkur kvenna luku keppni í 2. deild kvenna sunnudaginn 8. september en stelpurnar lentu í 2. sæti í deildinni og tryggðu sér þar með sæti í Inkasso-deildinni á næsta ári! Taciana Da Silva Souza og Tinna Bjarkar Jónsdóttir (2) skoruðu mörk liðsins í lokaleiknum, en Grótta vann sannfærandi 3-0 sigur gegn Álftanesi. Það var metmæting á völlinn og frábær stemning í stúkunni, sem gefur góðar vonir fyrir næsta sumar. Til hamingju stelpur!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print