Skip to content

Grótta með 8 lið á Arion banka móti Víkings

Það var ekki bara nóg að gera hjá Gróttu á Austurlandi um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu var 7. og 8. flokkur kvenna ásamt 8. flokki karla á skotskónum, 7. og 6. flokkur karla keppti á Sauðárkróki á Króksmótinu og 5. flokkur karla lék á Selfossi á ÓB mótinu, en meira um það síðar. Grótta sendi til leiks 8 lið úr þremur flokkum á Arion banka mót Víkings.

Mótið fór fram 11. og 12. ágúst í Víkinni í Fossvogi, en lið frá Gróttu hafa tekið þátt í mótinu undanfarin ár við góðar undirtektir. 7. og 8. flokkur kvenna og 8. flokkur karla kepptu á mótinu frá Gróttu og var góð stemning meðal leikmanna eins og má sjá á meðfylgjandi myndum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print