Skip to content

Grótta með 12 lið á Símamótinu

Hátt í 80 Gróttustelpur kepptu á Símamótinu í Kópavogi helgina 10-12. júlí. Um 2400 stelpur léku á mótinu sem er stærsta knattspyrnumót landsins!
5. flokkur Gróttu tefldi fram fjórum liðum sem samanstóðu af 31 stelpu, 6. flokkur kvenna var með 16 stelpur í þremur liðum og 7. flokkur kvenna fór með 28 stelpur í fimm liðum. Mótið var frá föstudegi til sunnudags og leikið var frá morgni til eftirmiðdags.
Grótta náði góðum árangri á mótinu í öllum flokkum. Grótta 1 í 7. flokki kvenna vann sinn riðil eftir 3-2 sigur gegn Njarðvík 1 í úrslitum og fóru því með bikar heim! Grótta 1 í 6. flokki kvenna komst í undanúrslit en töpuðu fyrir Hetti 1 2-1, og enduðu í 4. sæti. Grótta 1 í 5. flokki kvenna komst einnig í undanúrslit A-liðakeppni mótsins en töpuðu 2-1 fyrir Þrótti sem stóðu síðan uppi sem sigurvegarari, en Grótta endaði í 4. sæti.
Gróttustelpurnar upplifðu bæði sigra, töp og jafntefli, en leikgleðin var aldrei langt undan. Það er mikil upplifun að spila á Símamótinu og alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá ungum knattspyrnukonum. Keppendum frá Gróttu fer fjölgandi með ári hverju sem er skýrt merki um uppgang kvennafótboltans á Nesinu.
Stelpurnar stóðu sig með prýði á mótinu og voru Gróttu til sóma 👏🏼
Myndir: Eyjólfur Garðarsson og Sporthero.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print