Hátt í 80 Gróttustelpur kepptu á Símamótinu í Kópavogi helgina 10-12. júlí. Um 2400 stelpur léku á mótinu sem er stærsta knattspyrnumót landsins!
5. flokkur Gróttu tefldi fram fjórum liðum sem samanstóðu af 31 stelpu, 6. flokkur kvenna var með 16 stelpur í þremur liðum og 7. flokkur kvenna fór með 28 stelpur í fimm liðum. Mótið var frá föstudegi til sunnudags og leikið var frá morgni til eftirmiðdags.
Grótta náði góðum árangri á mótinu í öllum flokkum. Grótta 1 í 7. flokki kvenna vann sinn riðil eftir 3-2 sigur gegn Njarðvík 1 í úrslitum og fóru því með bikar heim! Grótta 1 í 6. flokki kvenna komst í undanúrslit en töpuðu fyrir Hetti 1 2-1, og enduðu í 4. sæti. Grótta 1 í 5. flokki kvenna komst einnig í undanúrslit A-liðakeppni mótsins en töpuðu 2-1 fyrir Þrótti sem stóðu síðan uppi sem sigurvegarari, en Grótta endaði í 4. sæti.
Gróttustelpurnar upplifðu bæði sigra, töp og jafntefli, en leikgleðin var aldrei langt undan. Það er mikil upplifun að spila á Símamótinu og alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá ungum knattspyrnukonum. Keppendum frá Gróttu fer fjölgandi með ári hverju sem er skýrt merki um uppgang kvennafótboltans á Nesinu.
Stelpurnar stóðu sig með prýði á mótinu og voru Gróttu til sóma 👏🏼
Myndir: Eyjólfur Garðarsson og Sporthero.
Grótta með 12 lið á Símamótinu
Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.
Facebook
Twitter
Email
Print
Fréttaflokkar
2. flokkur
3. flokkur
4. flokkur
5.flokkur
5.flokkur kvenna
7. flokkur
9.flokkur
Organization board
Bikarkeppni
deildarmeistari
Fimleikar
handboltaskóli
Handboltaskólinn
Handbolti
Heimaæfingar
Hugarfarmyndbönd
hæfileikamótun
Jólakort
Jólakort Gróttu
jólanámskeið
Karlmennskan
Knattspyrna
Landslið
Leikmenn
Meistaraflokkur
mfl. karla
Mfl.kk
mfl. kvenna
Mfl.kvk
Myndaalbúm
Mót
Námskeið
Pepsi Max
Styrktaraðili
Sumarnámskeið
Tímarit
u14kvenna
unglingalandslið
Verðlaun
Viðtal
Yngri flokkar
Æfingaferð
Æfingatafla
Coaches
þorrablót
Information
Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is