Skip to content

Grímur og Hákon valdir í U16 og U18

Þeir Grímur Ingi Jakobsson og Hákon Rafn Valdimarsson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 og U18. Grímur Ingi er í hóp U16 sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 1.-3. mars og Hákon Rafn er í hóp U18 sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 1-2. mars.

Grímur Ingi er á eldra ári í 3. flokki en æfir aðallega með 2. flokki og meistaraflokki. Hákon Rafn er á miðju ári í 2. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki. Knattspyrnudeild Gróttu óskar drengjunum góðs gengis í verkefnunum sem eru framundan.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print