Skip to content

Grímur Ingi, Kjartan Kári og Orri Steinn gerðu það gott á Norðurlandamótinu í Danmörku

Grímur Ingi, Kjartan Kári og Orri Steinn hafa verið að keppa á Norðurlandamótinu í Danmörku með U17 ára landsliðinu síðastliðna viku. Ísland lék við Mexíkó, Finnland og Færeyjar þar sem drengirnir komu allir við sögu. Orri Steinn skoraði eina mark Íslands gegn Mexíkó, en leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Grímur Ingi og Kjartan Kári skoruðu báðir. Drengirnir unnu öruggan sigur í síðasta leik mótsins gegn Færeyjum í dag, 6-0, þar sem Orri Steinn skoraði fimm mörk! Glæsilegir fulltrúar Gróttu 👏🏼

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar