Skip to content

Fyrstu A-landsleikir Orra Steins 

Orri Steinn Óskarsson lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 föstudaginn 8. september. Orri kom inn á í hálfleik en leikurinn tapaðist 1-3. Orri var síðan í byrjunarliði Íslands á Laugardalsvelli mánudaginn 11. september þegar liðið tók á móti Bosníu og Hersegóvínu. Ísland vann dramatískan 1-0 sigur en Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands í uppbótartíma. Orri Steinn spilaði allan síðari leikinn og stóð sig gríðarlega vel! Hákon Rafn Valdimarsson var einnig í landsliðshópnum og var á bekk Íslands í báðum leikjunum. Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega stolt af Orra og Hákoni og óskum við Orra Steini innilega til hamingju með fyrstu landsleikina! Svo sannarlega frábærar fyrirmyndir fyrir unga Gróttukrakka!

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print