Skip to content

Fyrsti A-landsleikur Hákons

Hákon Rafn Valdimarsson lék sinn fyrsta A-landsleik í gær þegar hann kom inn á í hálfleik í vináttulandsleik gegn Úganda. Staðan var 1-1 þegar Hákoni var skipt inn á og urðu það lokatölur leiksins.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Hákoni innilega til hamingju með þetta skref á ferlinum en hann er fyrsti Gróttumaðurinn til að spila A-landsleik 💙👏🏼

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print