Skip to content

Flottir sigrar hjá meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla um helgina

Það voru fjórir leikir spilaðir um helgina hjá knattspyrnudeild Gróttu og enduðu þeir allir með sigri Gróttumanna!

3. flokkur karla keppti í úrslitum C-deildar Íslandsmótsins á föstudag og sunnudag. Á föstudagskvöldið mætti Grótta ÍR í Breiðholtinu og eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2. Arnþór Páll tryggði sigurinn í framlengingu og staðan 2-3 fyrir Gróttu. Grímur Ingi og Gunnar Hrafn skoruðu hin mörkin.

Strákarnir héldu síðan til Blönduós á sunnudaginn þar sem þeir mættu Þórsurum. Í hálfleik var staðan 0-0 en Orri Steinn kom Gróttu yfir í byrjun seinni hálfleiks. Jóhann Egill og Orri Steinn bættu síðan við mörkum og niðurstaðan 3-0 sigur Gróttumanna!

3. flokkur karla eru því sigurvegarar í C-deild og komnir í 4-liða úrslit Íslandsmótsins. Strákarnri mæta FH á fimmtudaginn kl. 17:00 í Kaplakrika og hvetjum við Gróttufólk til að fara á völlinn og styðja strákana til sigurs. Strákarnir hafa náð frábærum árangri hingað til og verður spennandi að fylgjast með þeim í úrslitunum.

Meistaraflokkur karla sótti þrjú stig á laugardaginn með sigri á Víði á útivelli. Kristófer Orri skoraði bæði mörk leiksins sem endaði 1-2. Strákarnir eru nú með 39 stig, jafnmörg og Afturelding sem eru í 1. sæti deildarinnar. Það eru aðeins tveir leikir eftir hjá drengjunum og vert að fylgjast með þeim, enda æsispennandi toppbarátta! Næstu leikir drengjanna eru laugardaginn 15. september, á útivelli gegn Fjarðarbyggð, og laugardaginn 22. september, á Vivaldivellinum kl. 14:00.

2. flokkur karla lék við ÍBV/KFS í úrslitaleik á sunnudaginn á Vivalidvellinum. Staðan var 0-0 í hálfleik en Sölvi Björnsson kom liðinu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Óliver Dagur bætti síðan við marki á 83′ og Sölvi skoraði sitt annað mark á 86′. Niðurstaðan því 3-0 sigur Gróttumanna. Strákarnir sitja nú í 1. sæti í C-deildinni, með 4 stiga forskot á 2. sætið og eiga einn leik eftir. Með sigrinum tryggðu strákarnir sér sæti í B-deild að ári, en þetta er í annað skipti í sögu deildarinnar sem 2. flokkur kemst upp úr C-deild. Knattspyrnudeild Gróttu óskar 2. flokki innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar