Skip to content

Dida til Benfica

Ana Lúcia Dida, markvörður Gróttu, hefur gengið til liðs við portúgalska stórliðið Benfica. Dida hefur heillað Gróttufólk í sumar með frammistöðu sinni og jákvæðu viðmóti utan vallar. Grótta kveður Didu með söknuði en fagnar um leið því frábæra tækifæri sem hún fær nú hjá Benfica.

Magnús Örn Helgason, þjálfari meistaraflokks, sagði þetta um málið:

„Benfica hafði samband við Didu um miðjan júlí og við ákváðum strax að standa ekki í vegi fyrir því að hún færi til Portúgal. Dida er frábær markvörður og í raun finnst mér ótrúlegt að hún hafi aldrei fengið tækifæri til að spila í Pepsi-deildinni. Við vorum lánssöm að hafa Didu með okkur stærstan hluta tímabilsins og Grótta samgleðst innilega með henni á þessum tímamótum.“

Fréttastofa Gróttusport heyrði líka hljóðið í Didu sem naut þess að spila með Gróttuliðinu:

„Mér fannst ég vera hluti af fjölskyldu hjá Gróttu og er þakklát fyrir tímann sem ég átti hjá félaginu. Það var erfitt að kveðja liðsfélagana á sunnudaginn en ég mun aldrei gleyma ykkur. Takk fyrir allt Maggi, Pétur og Þór og ég veit að framtíðin er björt hjá Gróttu“.

Sjá heimasíðu Benfica hér.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print