Skip to content

Chris framlengir samning sinn við knattspyrnudeildna

Knattspyrnudeild Gróttu hefur framlengt samning við Chris Brazell sem yfirþjálfari yngri flokka hjá deildinni til haustsins 2022.
Chris, sem er 27 ára gamall, er með UEFA-A þjálfaragráðu og BA gráðu í alþjóðasamskiptum frá University of Lincoln. Chris starfaði í fjögur ár í akademíu enska stórliðsins Norwich þar sem hann var m.a. aðalþjálfari U14 ára liðs félagsins og vann með leikmönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref í aðalliðinu.

Chris hóf störf hjá knattspyrnudeildinni í nóvember á síðasta ári og hefur strax sett mark sitt á starf deildarinnar. Deildin fagnar því að hafa nú ráðið yfirþjálfara til næstu tveggja ára sem mun halda áfram að stuðla að þeirri uppbyggingu sem deildin hefur staðið fyrir undanfarin ár.

Um framlenginguna hafði Chris þetta að segja: „Það er mér mikill heiður að framlengja samning minn við Gróttu í tvö ár til viðbótar. Á þeim tíma munum við halda áfram með þá uppbyggingu sem hefur verið í gangi og halda áfram að veita samfélaginu á Seltjarnarnesi framúrskarandi þjónustu. Klúbburinn er afar heppinn að búa yfir frábærum hópi þjálfara og starfsfólks bæði á vellinum og á bakvið tjöldin, og það er ekki síst vegna þessa fólks sem að mér fannst ég strax eins heima hjá mér og viss strax að ég vildi vera áfram. Þjálfararnir okkar, leikmenn og samfélagið gera deildina að því sem hún er og ég mun halda áfram að leggja mitt af mörkum til uppbyggingarinnar og njóta margra spennandi stunda með ykkur á næstu árum.“

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar