Skip to content

Chris Brazell með enska knattspyrnu akademíu Gróttu

Chris Brazell, akademíuþjálfari hjá Norwich, ákvað í vor að söðla um – segja starfi sínu lausu og fara á flakk um heiminn til að kynna sér ólíka strauma í fótboltanum. Framundan eru heimsóknir til Portúgal og Brasilíu en fyrsti áfangastaður Chris er Ísland. Nánar tiltekið Grótta á Seltjarnarnesi.

Chris hefur síðustu tvær vikur stýrt skemmtilegu námskeiði fyrir krakka fædda 2005-2008 sem lauk í dag með leikjum og World Cup. Það var góð aðsókn á námskeiðið og krakkarnir voru mjög áhugasamir að læra af Chris og þjálfurum Gróttu.

Eftir Verslunarmannahelgi verður námskeið fyrir krakka fædd 2002-2004 og enn eru nokkur sæti laus. Það má senda inn skráningar á jorunnmaria1996@gmail.com eða skrá á grotta.felog.is.

Fyrir utan námskeiðið hefur Chris fylgst vel með æfingum hjá öllum flokkum Gróttu og líður að eigin sögn afskaplega vel á Vivaldivellinum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print