Skip to content

Björn Axel og Birkir semja við Gróttu

Björn Axel hefur snúið aftur í sitt uppeldisfélag en hann skrifaði á dögunum undir samning um að leika með Gróttu á komandi keppnistímabili. Björn Axel er 26 ára sóknarmaður sem á að baki 73 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 35 mörk, þar af 20 leiki fyrir Gróttu. Björn Axel spilaði með Gróttu árin 2015, 2018 og 2019 en hann hefur einnig spilað með KV, Njarðvík, KFR og KFS.

Hinn 19 ára Birkir Rafnsson skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu nú á dögunum. Birkir er uppalinn Gróttumaður en meðfram því að spila með 2. flokki á síðasta ári lék hann einnig með Kríu. Þar spilaði Birkir 15 leiki og skoraði í þeim þrjú mörk.

Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að fá Björn Axel aftur í félagið og því að hafa samið við Birki.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print