Skip to content

75 Gróttustelpur á Símamótinu

Stærsta helgi ársins hjá ungum og efnilegum knattspyrnukonum rann upp síðustu helgi þegar hið fræga Símamót fór fram í Kópavogi. Um 3000 stelpur léku á mótinu sem er stærsta knattspyrnumót landsins, og fer sífellt stækkandi. 75 Gróttustelpur héldu á mótið en 5. flokkur Gróttu tefldi fram tveimur liðum sem samanstóðu af 16 stelpum, 6. flokkur kvenna var með 30 stelpur í fimm liðum og 7. flokkur kvenna fór með 29 stelpur í fimm liðum. Mótið var frá föstudegi til sunnudags og leikið var frá morgni til eftirmiðdags. Mótið fór fram með hefðbundnu sniði en hins vegar var breyting á liðsnöfnum í ár, en mótsstjórn Símamótsins hvatti félög til að leggja niður númeraröðun liða á mótinu og þess í stað skíra lið félaganna eftir knattspyrnukonum. Grótta tók að sjálfsögðu þátt í þessu frábæra framtaki og
Gróttuliðin hétu öll eftir meistaraflokksleikmönnum Gróttu. Leikmennirnir kíktu á stelpurnar á mótinu og fannst stelpunum það ansi spennandi.
Gróttustelpurnar upplifðu bæði sigra, töp og jafntefli, en leikgleðin var aldrei langt undan. Það er mikil upplifun að spila á Símamótinu og alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá ungum knattspyrnukonum. Keppendum frá Gróttu fer fjölgandi með ári hverju sem er skýrt merki um uppgang kvennafótboltans á Nesinu. Stelpurnar stóðu sig með prýði á mótinu en umfram allt skemmtu þær sér vel og komu heim á Seltjarnarnesið reynslunni ríkari 🤩

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar