Skip to content

7. flokkur karla á Norðurálsmótinu

Helgina 19.-21. júní hélt 7. flokkur karla á Akranes til að spila á hinu fræga Norðurálsmóti. Grótta fór með 39 drengi í sjö liðum á mótið svo það var nóg um að vera hjá strákunum og þjálfurum. Spilað var á Akranesi þrjá daga í röð, föstudag til sunnudag, og gist á Skaganum. Margir voru að fara á sitt fyrsta stórmót og því mikil spenna í hópnum. Mótið gekk mjög vel hjá drengjunum og allir fóru glaðir heim, þótt margir hefðu helst vilja vera aðeins lengur 😊

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print