Skip to content

5. flokkur karla á N1 mótinu

5. flokkur karla hélt á hið víðfræga N1 mót á Akureyri í lok júní eins og vaninn hjá Gróttu er. Grótta fór með fjögur lið á mótið sem fór fram 29. júní til 2. júlí. Mikil eftirvænting hafði verið fyrir mótinu hjá drengjunum eins og eðlilegt er, enda hápunktur fótboltasumarsins. Öll liðin upplifðu töp og sigra og eitt og annað sem fór í reynslubankann. Eitt Gróttuliðið fór heim með bikar að móti loknu eftir að hafa lent í 3. sæti í Brasilísku-deildinni sem uppskar mikla gleði!
Annað Gróttulið komst í undanúrslit í Kólumbísku-deildinni en komst því miður ekki lengra en það. Strákarnir fóru þó sáttir heim eftir skemmtilega dvöl á Akureyri í góðra vina hópi þar sem fótbolti var spilaður fram á kvöld og ógleymanlegar minningar skapaðar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print