Skip to content

4. flokkur kvenna deildarmeistarar í A og B liðum

A og B lið 4. flokks kvenna náðu þeim glæsta árangri í ágúst að verða deildarmeistarar í bæði A og B liðum! A-liðið endaði í 1. sæti eftir að hafa unnið alla sína 12 leiki. Emelía Óskarsdóttir var markahæst í deildinni með 24 mörk, og á eftir henni er Ísabella Sara með 20 mörk, sem er KR megin í liðinu. B-liðið var einnig í 1. sæti með 34 stig eftir 14 leiki. Marín Jóhannsdóttir var þar markahæst með 19 mörk, en hún er KR megin. B-liðið innsiglaði sigurinn með 6-3 sigri gegn Selfoss/Ham/Æg/KFR á KR-vellinum í gær en A-liðið vann einnig sama lið 3-0 í gær.

Knattspyrnudeild Gróttu óskar stelpunum og Bjössa og Íunni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Áfram Grótta/KR!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print