Skip to content

3. flokkur kvenna sigurvegarar á USA Cup!

3. flokkur kvenna kom heim á þriðjudagsmorgun eftir frábæra viku á USA Cup í Minnesota í Bandaríkjunum. Ferðin var virkilega vel heppnuð í alla staði en 24 stelpur fóru á mótið með þjálfurum og fararstjórum. Stelpurnar kepptu á USA Cup en yfir 1.200 lið léku á mótinu frá ýmsum heimshornum. Stelpurnar úr Gróttu/KR voru til fyrirmyndar innan sem utan vallar og voru félögum sínum svo sannarlega til sóma. Báðum liðum gekk mjög vel á mótinu og stóðu stelpurnar sig gríðarlega vel. Lið 1 vann alla sína leiki og stóðu uppi sem sigurvegarar í U16 með markatöluna 28-3! Lið 2 tapaði einum leik á mótinu sem var á móti sterku liði Fylkis í 8-liða úrslitum og það í framlengingu og enduðu stelpurnar með markatöluna 15-3. Fararstjórarnir stóðu sig ekki síður vel og stóðu vaktina frá morgni til kvölds og héldu vel utan um hópinn. Stelpurnar sköpuðu svo sannarlega dýrmætar minningar í ferðinni sem munu fylgja þeim um ókomna tíð.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar stelpunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur! 👏🏽 Geggjaðar 💙🖤

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print