Skip to content

Yngri landslið kvenna – Grótta á 5 fulltrúa!

Þjálfarar U-17 ára og U-19 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum æfingarhópa sem koma saman dagana 22-25 nóvember n.k.

Grótta á 5 fulltrúa í hópnum sem verður að teljast glæsilegur árangur.

Í U-17 ára liðinu eru þær Katrín Helga Sigurbergsdóttir, Margrét Rán og María Lovísa fulltrúar okkar.

Í U-19 ára liðinu voru svo Tinna Valgerður og Soffía Steingrímsdóttir valdar en þær eru báðar lykilleikmenn í meistaraflokki félagsins.

Við óskum þeim öllum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print