Skip to content

Þrír ungir og efnilegir semja við Gróttu

Á dögunum skrifuðu þrír ungir og efnilegir handboltamenn undir samninga við handknattleiksdeild Gróttu. Það voru þeir Gísli Gunnarsson, Hannes Grimm og Jóhann Kaldal Jóhannsson. Drengirnir þrír eru allir enn gjaldgengir í 3. flokk. Allir hafa þessir drengir leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

Handknattleiksdeild Gróttu er mjög ánægð með þessa samninga við þessa efnilegu Gróttumenn og býst við miklu af þeim í framtíðinni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print