Skip to content

Þóra Hlíf tekur fram handboltaskónna

Eftir margra ára hlé frá handboltaiðkun hefur fyrrverandi landsliðsmarkmaðurinn ákveðið að taka fram skóna á ný. Þóra Hlíf Jónsdóttir er uppalin í Gróttu en lék síðast með Gróttu árið 2002 og Val árið 2005. Eftir það ákvað hún að leggja skóna á hilluna.

Hún þjálfar 7. flokk kvenna hjá Grótu og er því mikil fyrirmynd fyrir ungar stúlkur. Það eru því mikil gleðitíðindi að fá til okkar þennan reynslumikla markmann og verður spennandi að fylgjast með henni í vetur.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print