Skip to content

Svekkjandi tap gegn Akureyri

Gróttu-strákar héldu um helgina norður yfir heiðar til að mæta heimamönnum í Akureyri. Ljóst var fyrir leik að gríðarlega mikilvæg stig voru í boði fyrir bæði lið sem sátu fyrir leik jöfn á botninum með 8 stig.

Leikurinn byrjaði heldur ílla fyrir okkar menn sem lentu fljótlega 7-2 undir og sáu okkar menn í raun aldrei til sólar í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 16-10 heimamönnum í vil.

Eitthvað virðist Gróttu-liðið hafa rankað við sér inni í klefa í háfleik þar sem þeir mættu gríðarlega einbeittir til leiks og unnu sig fljótlega inn í hann aftur. Staðan um miðbik hálfleiksins allt í einu 19-18 fyrir Akureyri og Gróttu-strákar gerðu sig líklega að snúa leiknum sér í vil.

Til að gera langa sögu stutta að þá gekk það ekki. Vinnan við að minnka muninn tók sinn toll á lokamínútum leiksins. Þreytan orsakaði mikið af skotklikkum og mistökum á síðustu mínútum leiksins sem endaði á því að Akureyri vann sanngjarnan 2ja marka sigur, 25-23.

Fjórir leikir eru eftir af deildarkeppninni og eru Gróttu-strákar 3 stigum frá öruggu sæti í deildinni. Það er því verðugt verkefni framundan að reyna halda liðinu í deild þeirra bestu.

Markahæstir hjá Gróttu var Daði Laxdal Gautason með 7 mörk. Aðrir skoruðu minna.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print