Markmaðurinn Stefán Huldar Stefánsson hefur gengið til liðs við Gróttu á láni frá Haukum.
Stefán sem er 30 ára reynslumikill markmaður snýr því aftur til félagsins en hann lék með liðinu í Grill-66 deildinni tímabilið 2014-2015 þegar liðið fór ósigrað upp í Olís-deildina.
Stefán lék á síðasta keppnistímabili með HK í Olís-deildinni en gekk nýverið til liðs við uppeldis félag sitt Hauka þaðan sem hann kemur á láni til Gróttu.
Meistaraflokkur karla leikur eins og áður hefur komið fram í Olís-deildinni á komandi keppnistímabili og verður Stefán mikilvægur hlekkur liðsins í þeirri baráttu sem framundan er!
Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að hafa náð samningum við Stefán og væntumst til mikils af honum á komandi keppnis tímabili.
Við bjóðum Stefán hjartanlega velkomin til Gróttu!