Skip to content

Slaki ehf og Grótta í samstarf!

Nú í sumar skrifuðu handknattleiksdeild Gróttu og verktakafyrirtækið Slaki ehf undir samstarfssamning sín á milli.

Með samningnum verður Slaki ehf einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og mun merki þeirra m.a prýða búninga yngri flokka félagsins.

Slaki ehf er eins og áður segir verktakafyrirtæki sem sinnir viðhalds- og viðgerðarvinnu á húsum og veita þeir vandaða, fljóta og góða þjónustu. Við hvetjum alla stuðningsmenn til að kynna sér þeirra þjónustu og hafa samband við þá ætli fólk sér í framkvæmdir. Allar upplýsingar á heimasíðunni þeirra www.slaki.is

Það er ávallt virðingarvert þegar einstaklingar og fyrirtækja eigendur taka sig til og styrkja íþróttastarfið í bænum og þökkum við Slaka ehf kærlega fyrir þeirra stuðning og hlökkum til samstarfsins!

Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print