Skip to content

Saturo Goto til Gróttu

Japanski leikmaðurinnn Saturo Goto hefur skrifað undir 1 árs lánssamning við handknattleiksdeild Gróttu.

Goto sem er hægri hornamaður kemur á láni frá japanska liðinu Wakunaga og er 24 ára gamall.

Goto kom til landsins um Verslunarmannahelgina og að loknu sóttkví hóf hann æfingar með liðinu á fullu.

Það verður virkilega spennandi að fylgjast með honum í vetur og lýsir handknattleiksdeildin mikilli ánægju með komu hans til félagsins!

Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print