Skip to content

Pétur Árni í Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við hinn unga og efnilega Pétur Árna Hauksson til tveggja ára. Pétur Árni er örvhent skytta og kemur úr Stjörnunni þar sem hann hefur spilað alla sína tíð. Pétur Árni er 18 ára gamall og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og var einmitt á dögunum valinn í lokahóp U18 ára landsliðsins sem fór til Þýskalands í lok júní á æfingamót og var einnig valinn í hópinn fyrir lokakeppni EM sem fram fer í Króatíu í ágúst.

„Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Gróttu enda Pétur Árni feykilega efnilegur leikmaður sem gaman verður að vinna með. Við bindum miklar vonir við Pétur og erum handviss um að hann eigi eftir að standa sig vel á Nesinu“ sagði Gunnar Andrésson þjálfari Gróttu við undirritunina.

Velkominn í Gróttu, Pétur Árni !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print