Skip to content

Öflugur janúar mánuður hjá meistaraflokki kvenna

Meistaraflokkur kvenna í handbolta hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og hafa frá því að jólafríinu lauk og spiluðu 3 leiki í janúar.

Stelpurnar byrjuðu árið á leik við HK-U í Digranesinu þar sem mikilvæg stig voru í boði og einnig mikilvægt að byrja nýtt ár á góðum nótum. Stelpurnar komu af miklum krafti í leikinn og að loknum fyrri hálfleik var staðan 13-15 Gróttu í vil.

Síðari hálfleikur var svo vel spilaður að af hálfu okkar stelpna sem kláruðu leikinn með 2ja marka sigri 26-28. Katrín Helga Sigurbergsdóttir var markahæðst í leiknum með 8 mörk.

3 dögum síðar komu Fram-U stúlkur í heimsókn á Nesið. Gróttu-stelpur höfðu mætt þeim í fyrstu umferðinni í vetur og tapað þar stórt og því var verðugt verkefni framundan. Stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafi og leiddu í hálfleik 13-15. Eftir mikinn baráttu og spennuleik endaði leikurinn með jafntefli 23-23 og var Eva Kolbrún markahæst í Gróttu-liðinu með 8 mörk.

Þann 27.janúar fóru svo stelpurnar í heimsókn upp í Garðabæ og mættu þar liði Stjörnunnar-U, stelpurnar voru staðráðnar að koma grimmar til leiks og tapa ekki fyrsta leik ársins í Garðabænum.

Stelpurnar byrjuðu leikinn ílla en unnu sig hægt og rólega inn í leikinn en voru undir 10-8 í hálfleik. Eitthvað hafa þjálfaranir lesið yfir leikmönnum sínum í hálfleik því stelpurnar komu grimmar til síðari hálfleiks og unnu að lokum leikinn 21-22 í miklum spennuleik. Það var helst framganga Soffíu í markinu og Patricu í vörninni sem skóp þennan sigur.

Taplaus janúar mánuður að baki og stelpurnar á mikilli uppleið, næsti leikur liðsins er föstudaginn 15.febrúar kl 19:30 í Kaplakrika gegn FH.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print