Skip to content

Mikilvægur sigur á KA

Gróttu-strákar unnu á sunnudag 4 marka sigur á KA á heimavelli, 29-25. Sigurinn var langþráður en Gróttu-liðið ekki unnið síðan í 7.umferð.

Grótta byrjaði leikinn betur og leiddi eftir fyrsta korterið en KA-menn voru aldrei langt á eftir og skiptust liðin að hafa 1-2 marka forskot í fyrri hálfleik. Gróttu-menn gáfu þó í við lok fyrri hálfleiks og leiddu að honum loknum, 14-11.

Fóturinn fór ekkert af bensíngjöfinni hjá Gróttu-liðinu í byrjun síðari hálfleiks og náðu þeir fljótt 6 marka forskoti, 20-14. KA-menn sögðu þá hingað og ekki lengra og sóttu hart að forskoti Gróttu og minnkuðu muninn í 3 mörk, 21-18.

En á síðustu 10 mínútum leiksins fann Gróttu-liðið sinn leik aftur og skoruðu þeir 4 mörk á þrem mínútum og náðu aftur 6 marka forskoti og eftir það var sigurinn aldrei í hættu og hrósuðu okkar menn sigri, 29-25.

Langþráður og gríðarlega mikilvægur sigur sem lyftir okkar mönnum upp úr botnsæti deildarinnar.

Bestu menn Gróttu í leiknum voru leikstjórnandinn knái Ásmundur Atlason með 6 mörk og hinn síungi markmaður Hreiðar Levý var eins og oft áður, stórkostlegur.

Næsti leikur liðsins er gegn Haukum á útivelli sunnudaginn 24.febrúar kl 19:30.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print