Skip to content

Maksim heldur á vit nýrra ævintýra

Maksim Akbachev, yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Gróttu í handknattleik, hefur fengið stórt tækifæri sem þjálfari í Bahrain. Þar mun hann vinna að þróun og þjálfun á landsliðsmönnum þeirra ásamt því að þjálfa unglingalandslið þeirra fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Maks heldur utan um páskana.

Maks hefur stýrt þremur flokkum á þessu keppnistímabili sem allir hafa nú fengið nýja öfluga þjálfara.

“Ég hef ákveðið að fjúga á vit ævintýranna eftir 3 frábær ár hjá Gróttu. Ákvörðunin var alls ekki auðveld því hér hefur mér liðið mjög vel við þjálfun og í hlutverki yfirþjálfara. Ég vil þakka öllum iðkendum, þjálfurum, foreldrum og öðrum innilega fyrir samstarfið og fyrir mig – ég hlakka til að fylgjast áfram með ykkur!”

Grótta þakkar Maks frábært samstarf

Maks hefur starfað við þjálfun hjá Gróttu síðan 2020 og undanfarin tvö ár sem yfirþjálfari við góðan orðstír. Þekking hans á íþróttinni er með eindæmum mikil og hæfileiki hans til að miðla henni til iðkenda á öllum aldri framúrskarandi. Maks er mikill liðsmaður og það hefur verið virkilega gaman að vinna með honum undanfarin ár. Stemningin í handboltanum og húsinu hefur verið mjög góð undir hans stjórn og við þökkum honum af öllu hjarta fyrir frábært samstarf, drifkraft og liðsanda – dyr Gróttu standa honum alltaf opnar!

Staða yfirþjálfara barna- og unglingadeildar Gróttu í handknattleik er nú laus og er leitin að eftirmanni Maks hafin.

Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print