Skip to content

Magnús Øder Einarsson til liðs við Gróttu

Magnús Öder Einarsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við félagið.

Magnús sem lék með Þrótti á seinustu leiktíð í Grill 66 deildinni og skoraði þá 53 mörk í 16 leikjum er skytta að upplagi en getur einnig leyst stöðu miðjumanns.

Það er mikil ánægja að samningar hafi náðst við Magnús og verður hann án efa góð viðbót við hóp meistaraflokks karla sem hefur leik þann 9.september n.k í Olís-deildinni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print