Skip to content

Júlíus Þórir áfram á Nesinu

Júlíus Þórir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára

Á nýliðnu keppnistímabili var Júlíus ein styrkasta stoðin í jöfnu Gróttuliði og fyrir úrslitakeppnina var hann valinn í lið ársins af þjálfunum deildarinnar. Júlíus var einn af markahæstu leikmönnum liðsins og jafnframt mikilvægur hlekkur í góðri vörn liðsins.

Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, er að vonum ánægður með að búið sé að tryggja liðinu krafta Úlla fyrir næsta vetur, en liðið stefnir að enn betri árangri en á síðasta keppnistímabili.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Information

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar