Skip to content

Handknattleiksdeild Gróttu og BK kjúklingur í samstarf

Handknattleiksdeild Gróttu og BK kjúklingur rituðu á dögunum undir samstarfssamning til tveggja ára. BK kjúklingur hóf starfsemi árið 1994 og er til húsa á Grensásvegi 5. Handknattleiksdeild Gróttu en gríðarlega ánægt með samstarfið og hvetur félagsmenn sína að eiga viðskipti við BK kjúkling þegar hungrið kallar.

Aðaláhersla BK kjúklinga er lögð á rétti úr sérmarinerðum grilluðum kjúkling, mest á heilsusamlega rétti sem henta þeim sem hugsa um heilsuna. Einnig er þó boðið upp á djúpsteikta kjúklingabita og franskar handa þeim sem það vilja. Jafnframt eru í boði ýmsar gerðir af samlokum og hamborgurum auk nokkurra mexíkanskra rétta.

Einnig er boðið upp á sérmatseðla fyrir íþróttahópa, skólaferðahópa og aðra stærri hópa.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print