Skip to content

Handbolta- og afreksskólanum lokið

Handboltaskóla Gróttu lauk í dag eftir góðar viðtökur í ágúst. Eins og síðasta föstudag var keppt á HM móti milli liða og lék Króatía gegn Kína í úrslitaleik HM. Króatía hafði betur í leiknum á móti Kína og eru því heimsmeistarar HM keppni handboltaskóla Gróttu. Í dag voru ýmis önnur verðlaun veitt og lauk skólanum síðan á pulsupartýi líkt og síðustu ár.

Búið er að opna fyrir vetrarskráninguna í gegnum Nóra kerfið grotta.felog.is Í ár er svo kallað búningaár og fá börnin sem æfa handbolta fá glænýja búninga frá Errea í haust.

Æfingar byrja strax eftir helgi, mánudaginn 24.ágúst og er æfingataflan að finna hér.

Birgir Örn þjálfari ásamt sigurliði Króatíu
Ari Pétur þjálfari ásamt Kínverskaliðinu
Verðlaun fyrir að vera besti liðsfélaginn
Verðlaun fyrir besta fagnið
Verðlaun fyrir flottasta markið
Verðlaun fyrir flottustu vörsluna

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print