Skip to content

Fríar handboltaæfingar fyrir verðandi 1. bekkinga í ágúst

Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu hefur mikinn hug á því að efla uppbyggingu yngri flokka handboltans og býður því börnum fæddum 2010 að koma og prófa að æfa handbolta frítt í ágúst. Farið verður í grunnatriði handboltans undir stjórn þjálfara sem koma að þjálfun 8. flokks tímabilið 2016-2017.

Æfingarnar verða kl. 16-16.45 á mánudögum og fimmtudögum í ágúst fram að skólabyrjun. Boðið er upp á fylgd úr sumarskóla yfir í íþróttahús.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print