Skip to content

Emma Havin til liðs við Gróttu

Hornamaðurinn Emma Havin Sardarsdóttir hefur skrifað undir samning um að leika með Gróttu næstu tvö keppnistímabil. Emma er 26 ára gömul og er uppalinn Akureyringur en hefur undanfarin ár leikið með HK. Á sínum yngri árum átti Emma fast sæti í landsliðum HSÍ. Á síðasta keppnistímabili skoraði hún 89 mörk í 22 leikjum í Olís deild kvenna.

Handknattleiksdeild Gróttu lýsir yfir mikilli ánægju með að fá Emmu í raðir félagsins og býður hana hjartanlega velkomna á Nesið.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print