Davíð Örn Hlöðversson núverandi þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu hefur verið ráðinn þjálfari 5.flokks kvenna fyrir keppnistímabilið 2020-2021.
Davíð þekkja flestir sem koma að félaginu en hann hefur þjálfað samfleytt í að verða 12 ár hjá Gróttu með góðum árangri auk þess að eiga að baki 144 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.
Síðastliðin 2 keppnistímabil hefur hann verið annar af aðalþjálfurum meistaraflokks kvenna og stýrt þar uppbyggingu kvennahandboltans hjá félaginu með myndarbrag.
Handknattleiksdeild Gróttu fagnar því mjög að Davíð komi að yngri flokka starfi félagsins á næsta keppnistímabili og verður hann lykilaðili í þó góða uppbyggingarstarfi sem á sér stað innan kvennaflokka félagsins um þessar mundir og tekur við mjög efnilegum 5.flokki kvenna.
Handknattleiksdeildin vinnur þessa dagana hörðum höndum að undirbúning næsta keppnistímabils og er frekari frétta af þeim undirbúning að vænta á næstu vikum.